Eldhúsháfar fyrir iðnaðareldhús
Acticon í Svíþjóð sérhæfir sig í hágæða eldhúsháfum fyrir iðnaðareldhús. Háfana er hægt að fá með UV ljósum sem myndar Ozone sem brýtur niður fitu og eyðir lykt og minnkar þannig áhættu á eldsvoða og sparar kostnað við þrif á stokkakerfi. Háfarnir eru bæði í stöðluðum stærðum og hægt að fá sérsmíðaða til að falla sem best að innréttingu eldhússins.
Acticon bíður upp á að fá sérfræðinga þeirra til að reikna út þörfina fyrir loftmagn og gera tilboð í útfærslur.
Helstu upplýsingar:
- Sérsniðnir háfar byggðir á stöðluðum einingum
- Góð fitusíun og UV ljós til eyðingar á fitu og lykt.
- Inbyggð lýsing allt eftir óskum