FLIR C3 Hitamyndavél

FLIR C3 hitamyndavélin er sérstaklega handhæg og passar í vasa, enda af svipaðri stærð og farsími. FLIR C3 hitamyndavélin hentar einstaklega vel sem forskoðunarvél, þar sem þarf að gera grófar athuganir í snatri.

FLIR C3 gerir notanda kleift að mæla hita á svæði sem ekki er í beinni augnsýn. Miðpunktur eða svæði á hitamyndinni gerir það að verkum að hægt er að mæla annaðhvort gildi punktsins eða efri og lægri mörk hitamyndar.
Upplausn hitamynda er 80×60 pixels. 3″ snertiskjár (320×240 pixels). Hitanæmnin er betri en 0.10°C.
Mælisviðið er frá -10°C til +150°C. Innbyggð myndavél tekur myndir með 640×480 pixel upplausn og býður upp á mynd í mynd eða myndblöndun (Thermal Fusion).

FLIR C3 gefur upp mældan hita á einum stað í mynd, auk þess sem hún sýnir hitasvið á mynd með litum og er lóðréttur hitaskali á hægri hlið skjámyndarinnar.

Hægt er að geyma 500mynda á jpeg formi í innra minni.

FLIR C3 er búin:

  • LCD 3.0“ snertiskjá
  • Upplausn 80×60 pixels
  • Hitanæmni betri en 0.10°
  • Hitasvið er frá -10°C til +150°C
  • Myndblöndun (Thermal Fusion)
  • WiFi sendir myndir þráðlaust t.d. í spjaldtölvu, farsíma, tölvu
  • Mynd í mynd, hitamynd ofaná digital mynd
  • digital myndavél með 640×480 pixel upplausn
  • 3,7V Li-ion polymer hleðslurafhlaða
  • FLIR C3 kemur í tösku með rafhlöðu, USB gagna-og hleðslusnúru og frítt aðgengi að FLIR Tools hugbúnaði til eftirvinnslu og skýrslugerðar

Vefur framleiðanda
Tækniupplýsingar