SR4 Umferðargreinir

Með umferðargreini er auðveldlega hægt að greina umferð á ákveðnu álagssvæði og skipuleggja í framhaldinu aðgerðir sem leiða til úrbóta, s.s. breyttan hámarkshraða, uppsetningu hraðahindrana o.s.frv.

Umferðargreinirinn getur skráð upplýsingar um allt að 860.000 ökutæki. Hann flokkar ökutæki í fjóra stærðarflokka, mælir ökuhraða, lengd ökutækis, bil á milli bíla, í hvaða átt, skráir dagsetningu og tímasetningu. Umferðagreinirinn skráir ökutæki sem aka í báðar áttir.

Hægt er að festa umferðargreininn á umferðarskilti eða ljósastaur. Þegar búið er að koma honum fyrir þarf ekkert að eiga við hann að öðru leyti en til að sækja upplýsingar frá honum.

Umferðargreinirinn hefur engin áhrif á umferð, hvorki sjónrænt né á annan hátt. Hægt er að sækja upplýsingar frá honum með bluetooth eða tölvu sem hefur Windows 98 eða nýrra stýrikerfi. Mögulegt er að vera staðsettur í allt að 100m fjarlægt frá umferðargreininum þegar hann er forritaður eða þegar upplýsingar eru sóttar frá honum.

Umferðagreinir

  • Greinir umferð á álagssvæðum
  • Telur allt að 860.000 bíla í 4 stærðarflokka
  • Skráir umferð í báðar áttir
  • Auðveldur í uppsetningu
  • Bluetooth gagnasamskipti

 

Tækniupplýsingar