Álblandað zink sprey

Langtíma vörn á alla málmfleti.
Má mála yfir eftir 35 mínútur.
Hitaþol: -30/+500°C.

Vörunúmer:  BE148592

Hér má finna öryggisblað þessarar vöru

 

Lýsing

Veitir góða galvaníska tæringarvörn fyrir veðrun. Mikið þol gagnvart salti og raka. Góð rafleiðni við punktsuður. Má mála yfir, án frekari grunnmálningar, með flestum gerðum lakks eftir u.þ.b. 6 klst. Snertiþurrt og vatnshelt eftir um 30 mín. Hitaþol allt að 490°C.
Notkunarleiðbeiningar: Úðið við herbergishita. Hristið brúsann kröftuglega fyrir notkun, allt að 2 mínútur eftir að heyrast fer í blöndunarkúlunni í brúsanum. Úðið til reynslu á lítt áberandi stað. Undirlag skal vera ryðhreinsað, hreint og þurrt. Spíss skal vera í 25-30 cm fjarlægð frá yfirborði. Séu úðaðar fleiri en ein umferð, skal bíða 5-8 mín. milli umferða. Eftir notkun skal snúa brúsa á hvolf og úða þar til spíss tæmist.

BE lakkspray merki

HÆTTA: Veldur alvarlegri augnertingu. Getur valdið sljóleika eða svima. Skaðlegt lífi í vatni, hefur langvinn áhrif. Úðabrúsi með afar eldfimum efnum. Þrýstihylki: Getur sprungið við upphitun. Haldið frá hitagjöfum, neistagjöfum, opnum eldi og heitum flötum. – Reykingar bannaðar. Má ekki úða á opinn eld eða annan hita- og neistagjafa. Þrýstihylki: Ekki má gata eða brenna hylki jafnvel þótt þau séu tóm. Gætið þess að anda ekki inn úða/gufu/ýringi. Forðist losun út í umhverfið. Notið augn-/ andlitshlífar. Hringið í EITRUNARMIÐSTÖÐ eða lækni ef lasleika verður vart. Safnið upp því sem hellist niður. Hlífið við sólarljósi. Hlífið við hærri hita en 50 °C. Getur myndað sprengifimar blöndur með lofti, sé loftræsting ófullnægjandi.
Inniheldur: Aseton.

GEYMIST ÞAR SEM BÖRN NÁ EKKI TIL.