Lýsing
Hreinsar og fituhreinsar á fljótan og auðveldan hátt. Skilur ekki eftir efnaleifar. Veldur ekki tæringu. Inniheldur ekki AOX efni (lífræn efni sem innihalda halogena), sílikon, blý, klóruð vetniskolefni eða arómata.
Notkunarsvið: Bremsur og kúplingar, bremsuklossar, vélarblokkir, gírhús.
Notkunarleiðbeiningar: Úðið ekki á heita fleti. Úðið á óhreina fleti þannig að óhreinindin renni af. Látið hreinsaðan flöt þorna. Einnig má þurrka yfirborðið með klút. Endurtakið, séu óhreinindin mikil. Fyrir lakkaða fleti, gúmmí, eða plastefni, er mælt með prófun á lítt áberandi stað. Fylgið leiðbeiningum á tækniblöðum.
HÆTTA: Veldur húðertingu. Getur valdið sljóleika eða svima. Eitrað lífi í vatni, hefur langvinn áhrif. Getur verið banvænt við inntöku ef það kemst í öndunarveg. Úðabrúsi með afar eldfimum efnum. Þrýstihylki: Getur sprungið við upphitun. Haldið frá hitagjöfum, neistagjöfum, opnum eldi og heitum flötum. – Reykingar bannaðar. Má ekki úða á opinn eld eða annan hita- og neistagjafa. Þrýstihylki: Ekki má gata eða brenna hylki jafnvel þótt þau séu tóm. Gætið þess að anda ekki inn úða/gufu/ýringi. Forðist losun út í umhverfið. Notið hlífðarhanska. Hringið í EITRUNARMIÐSTÖÐ eða lækni ef lasleika verður vart. Hlífið við sólarljósi. Hlífið við hærri hita en 50 °C. Getur myndað sprengifimar blöndur með lofti, sé loftræsting ófullnægjandi.
Inniheldur: Vetniskolefni, C6-C7, n-alkanar, ísóalkanar, hringsambönd, <5% hexan.
GEYMIST ÞAR SEM BÖRN NÁ EKKI TIL.