Felgusprey – silfur

Hlífðarsprey fyrir felgur.
Endingargóð vörn gegn tæringu, höggum og þess háttar.
Hitaþol: -35/+100°C.

Vörunúmer:  BE148611

Hér má finna öryggisblað þessarar vöru

 

Lýsing

Felgusprey silfurlitað, hefur mjög mikið slitþol og veitir langtímavörn gegn steinkasti og salti.
Notkunarleiðbeiningar: Losið felgu og fjarlægið hjólkopp. Hreinsið vandlega burt allt ryð og óhreinindi. Breiðið yfir hjólbarða. Hristið brúsann kröftuglega fyrir notkun, allt að 2 mínútur eftir að heyrast fer í blöndunarkúlunni í brúsanum. Úðið til reynslu á lítt áberandi stað. Spíss skal vera í 25 cm fjarlægð frá yfirborði. Haldið brúsa á hreyfingu á meðan úðað er. Felgusprey er snertiþurrt eftir 10 mín. Eftir notkun skal snúa brúsa á hvolf og úða þar til spíss tæmist.

BE lakkspray merki

HÆTTA: Veldur alvarlegri augnertingu. Endurtekin snerting getur valdið þurri eða sprunginni húð. Getur valdið sljóleika eða svima. Úðabrúsi með afar eldfimum efnum. Þrýstihylki: Getur sprungið við upphitun. Haldið frá hitagjöfum, neistagjöfum, opnum eldi og heitum flötum. – Reykingar bannaðar. Má ekki úða á opinn eld eða annan hita- og neistagjafa. Þrýstihylki: Ekki má gata eða brenna hylki jafnvel þótt þau séu tóm. Gætið þess að anda ekki inn úða/gufu/ýringi. Notið hlífðarhanska og augn-/ andlitshlífar. BERIST EFNIÐ Í AUGU: Skolið varlega með vatni í nokkrar mínútur. Fjarlægið snertilinsur ef það er auðvelt. Skolið áfram. Hringið í EITRUNARMIÐSTÖÐ eða lækni ef lasleika verður vart. Ef augnerting er viðvarandi: Leitið læknis. Geymist á vel loftræstum stað. Umbúðir skulu vera vel luktar. Hlífið við sólarljósi. Hlífið við hærri hita en 50 °C. Fargið innihaldi/íláti hjá viðurkenndri spilliefnamóttöku. Getur myndað sprengifimar blöndur með lofti, sé loftræsting ófullnægjandi.
Inniheldur: Aseton, dímetýl eter, xýlen.

GEYMIST ÞAR SEM BÖRN NÁ EKKI TIL.