Fitu og lykt eyðing iðnaðareldhús

INFUSER var stofnað af alþjóðlegum hópi vísindamanna sem sérhæfa sig í hreinsun á lofti.

 Í dag er farið að beita þessari tækni í miklu mæli til að brjóta niður fitumólikúl sem berast inn í eldhúsútsog.

Tilgangurinn með þessu er að eyða fitu og minnka þannig eldhættu og kostnað við þrif á loftstokkum. Annar mikilvægur þáttur er að eyða lykt sem fer út í andrúmsloftið og getur valdið óþægindum fyrir nágranna. Í sumum tilfellum er sett skilyrði um slíkan búnað til að fá starfsleyfi.

Búnaðurinn frá Infuser er einfaldur í uppsetningu og rekstri. Í flestum tilfellum dugar að setja upp Ozone skáp sem er  um 50x50cm í nær liggjandi geymslu og leggja þaðan slöngu að eldhúsháfnum.

Helstu upplýsingar:

  • Ozone framleiðsla án notkunar á opnum ljósum
  • Framleiðsla 10 til 20g af Ozone.
  • Einfalt í rekstri, skipta þarf um síur á 2500klst fresti.

Frekari upplýsingar

Heimasíða framleiðanda