FLIR E8 Hitamyndavél

FLIR E8 er tilvalin til skoðunar og jafnframt til ákvörðunartöku um viðhald á fasteignum og vélarhlutum, með því næst mesta nýtni og gangöryggi með lágmarkskostnaði. FLIR E8 gerir notanda kleift að mæla hita á svæði sem ekki er í beinni augnsýn, án þess að hann þurfi að stofna sér í hættu. Miðpunktur eða svæði á hitamyndinni gerir það að verkum að hægt er að mæla annaðhvort gildi punktsins eða efri og lægri mörk hitamyndar.

Upplausn mynda er 320×240 pixels. 3.0“ skjár. Hitanæmni er betri en 0.06°C. Mælisvið er frá -20 til +250°C. Innbyggð stafræn myndavél gefur möguleika á að vera með mynd í mynd eða myndblöndun (MSX).

FLIR E8 gefur upp mældan hita á 1 stað í mynd (mesti/minnsti hiti), mælir mismunahita á milli mæilpunkta. Hægt að stilla hitasvið og láta vél lita mynd ef hiti er meiri eða minni.

Hægt er að geyma 500 myndir á jpeg formi og sem er svo hægt að færa vandræðalaust inn á tölvupóst, í word eða powerpoint skjal.

FLIR E8 er búin:

  • LCD 3.0“ skjár
  • Upplausn 320×240 pixels
  • Hitanæmni betri en 0.06°C
  • Hitasvið er frá -20°C til +250°C
  • Myndblöndun (MSX)
  • WiFi tenging við farsíma/spjaldtölvu í gegnum FLIR Tools appið.
  • Mynd í mynd, hitamynd ofaná digital mynd
  • Útskiptanleg rafhlaða
  • FLIR E8 kemur í tösku sem er meðal annars með eina rafhlöðu, hleðslutæki og USB kapal. Auk þess sem er hægt að sækja sér FLIR Tools hugbúnaðinn til frekari eftirvinnslu og greininga.

Vefur framleiðanda
Tækniupplýsingar