FLIR K55 Hitamyndavél

FLIR K55 er „first responder“ hitamyndavél og auk þess er hún afar heppileg til að skrásetja aðstæður við bruna sem síðan nýtast til frekari rannsókna á slysstað.

Flir K55 er einstaklega harðgerð hitamyndamél, framleidd til að haldast heil við erfið skilyrði. K55 þolir vel 2-metra fall niður á steinsteypta stétt, er ryk-og vatnsheld IP67 og virkar að fullu upp að +260°C í allt að 5 mínútur. FLIR K55 gefur upp mældan hita á skjá, sýnir hitalitapallettu og skjámyndin lit þar sem heitustu 20% skjásins eru í lit, en lægra hitastig sýnir fólk og útlínur í gráskala. Vélin geymir allt að 200 JPG myndir í innbyggðu Flash minni, auk þess sem hún geymir allt að 200 myndbandsskrár upp að 5 mínútna löng hvert. K55 virkar auk þess afar vel sem leitar-og rattæki fyrir fyrstu viðbragðsaðila sem koma að slysstað. K55 hefur sjö mismunandi hitamyndaviðmót sem hægt er að stýra í vélinni Það er auðvelt að skipta um rafhlöður og hlaða, skjárinn er bjartur og hægt að nota hann til að rata eftir og leita í afar reykmettuðum rýmum. 2 ára ábyrgð á rafhlöðum, 5 ára ábyrgð á myndavél og 10 ára ábyrgð á hitaskynjara við skráningu hjá Flir innan 60 daga frá kaupum.

 • LCD 4“ skjár 320×240 punkta upplausn
 • Upplausn 320×240 pixels
 • Vatnsvörn IP67
 • Ending á rafhlöðu: 4 tímar.
 • MSX tæknin, færir saman stafræna mynd og hitamynd
 • Notkunarhitasvið er frá -20°C til +85°C … og upp að +260°C í max 5 mín
 • Mælihitasvið eru forstillt í FLIR Tools fyrir notkun:
   • -20°C til +150°C
   • 0°C til +650°C
 • FLIR K55 kemur í tösku með tveimur rafhlöðum, hleðslutæki, spennugjafa og USB kapli