Undirvagnsryðvörn

Endingargóð vörn fyrir undirvagna.
Langtímavörn gegn tæringu og steinkasti.

Vörunúmer:  BE145195

Hér má finna öryggisblað þessarar vöru

 

Lýsing

Varanlega teygjanleg undirvagnsvörn, byggð á asfaltefnum. Ver undirvagn og sílsa gegn tæringu og steinkasti. Mikið núningsþol og hljóðdempun. Ekki ætlað til yfirmálunar.
Notkunarleiðbeiningar: Hristið brúsann kröftuglega fyrir notkun, allt að 2-3 mínútur eftir að heyrast fer í blöndunarkúlunni í brúsanum. Spíss skal vera í 25 cm fjarlægð frá yfirborði. Úðið 2-3 umferðir með jafnri þykkt. Haldið brúsa á stöðugri hreyfingu. Eftir notkun skal snúa brúsa á hvolf og úða þar til spíss tæmist.

BE1684 merki

HÆTTA: Veldur húðertingu. Veldur alvarlegri augnertingu. Getur valdið sljóleika eða svima. Eitrað lífi í vatni, hefur langvinn áhrif. Úðabrúsi með afar eldfimum efnum. Þrýstihylki: Getur sprungið við upphitun. Haldið frá hitagjöfum, neistagjöfum, opnum eldi og heitum flötum. – Reykingar bannaðar. Má ekki úða á opinn eld eða annan hita- og neistagjafa. Þrýstihylki: Ekki má gata eða brenna hylki jafnvel þótt þau séu tóm. Gætið þess að anda ekki inn úða/gufu/ýringi. Forðist losun út í umhverfið. Notið hlífðarhanska/augn-/andlitshlífar.. Hringið í EITRUNARMIÐSTÖÐ/lækni ef lasleika verður vart. Hlífið við sólarljósi. Hlífið við hærri hita en 50 °C. Getur myndað sprengifimar blöndur með lofti, sé loftræsting ófullnægjandi.

Innihald: Vetniskolefni, C7-C9, n-alkanar, ísóalkanar, hringalkanar, Nafta(úr jarðolíu), vetnismeðhöndlað, létt, 2-bútanon, Vetniskolefni, C9, arómatar.

GEYMIST ÞAR SEM BÖRN NÁ EKKI TIL.