Yfirborðs dælustöðvar

Yfirborðsdælustöðvar eru mikil framför í dælingu og losun skólps.

Þegar dælurnar eru settar upp með þessum hætti verður öll umgengni og þjónusta við dælustöðina auðveldari en þegar dælurnar eru staðsettar ofan í brunni.  Auk þess sýnir reynslan að þetta fyrirkomulag eykur endingu og afköst dælustöðvanna.

Hér má sjá nokkrar grunnmyndir af dælustöðvum.

Myndirnar sem fylgja eru teknar í dælustöð í Hafnarfirði.

Dælurnar frá Sulzer eru ný kynnslóð af XFP dælum þar sem megináherslan er lögð á nýttni og afköst.  Dælurnar eru með innbyggðum hitanema og lekavörn, undirstöðurnar eru sérstaklega vandaðar sem og einstefnulokar og þrýstiskynjari.

Dælubrunnurinn er trefjaplastbrunnur frá Kingspan VPI í Noregi og er sniðinn að þörfum viðskiptavinarinns.  Brunnurinn kemur tilbúinn með öllum lögnum og skolbúnaði hreinsar hann eftir hverja dælingu.  Á brunninum er mannop yfirleitt 800X800 og inni í honum er LED lýsing.

Við uppdælingu að brunndælum er notuð vacumdæla og mótorlokar að og frá til að ná upp vatnsúlu.  Skynjarar gefa dælunum merki um að vatnsúlan sé komin og dælurnar fara í gang,  Við það opnar þriðji mótorlokinn fyrir lögn sem liggur til baka í brunnin og býr til iðu sem hjálpar til við dælingu og allt verður léttara fyrir dælurnar,
þetta stendur yfir í 10 sek.

Brunninn má staðsetja allt að 16 metrum frá stöðvarhúsi.

Lýsing