98% Zink Premium

98% hreint Zink.
Dreifist og úðast sérstaklega vel.
Frábær ending.
Tæringarvörn sem stenst DIN50021SS staðal.

Vörunúmer: BE040388

Hér má finna öryggisblað þessarar vöru

 

Lýsing

Litarefnið í þessari vöru er 99% hreint zink. Frábær vörn gegn tæringu og raka. Hefur góða viðloðun við flesta málma og hentar afar vel til að verja suður og skurði. Þétt zinkhúð gefur galvaníska vörn þannig að málmurinn myndar hlíf sem ver hann gegn tæringu. Gott þol gagnvart veðrun, útfjólublárri geislun og olíuefnum. Styrkur zinkhúðarinnar vex með aukinni þykkt. Snertiþurrt eftir u.þ.b. 35 mínútur.
Notkunarleiðbeiningar: Hristið brúsann kröftuglega fyrir notkun, allt að 2 mínútur eftir að heyrast fer í blöndunarkúlunni í brúsanum. Undirlag skal vera hreint og þurrt. Spíss skal vera í 25 cm fjarlægð frá yfirborði.

BE40388 merking

HÆTTA: Veldur húðertingu. Getur skaðað líffæri við langvinn eða endurtekin váhrif. Úðabrúsi með afar eldfimum efnum. Mjög eitrað lífi í vatni, hefur langvinn áhrif. Þrýstihylki: Getur sprungið við upphitun. Haldið frá hitagjöfum, neistagjöfum, opnum eldi og heitum flötum. – Reykingar bannaðar. Má ekki úða á opinn eld eða annan hita- og neistagjafa. Þrýstihylki: Ekki má gata eða brenna hylki jafnvel þótt þau séu tóm. Gætið þess að anda ekki inn úða/gufu/ýringi. Forðist losun út í umhverfið. Notið hlífðarhanska. Hlífið við sólarljósi. Hlífið við hærri hita en 50 °C. Getur myndað sprengifimar blöndur með lofti, sé loftræsting ófullnægjandi.
Inniheldur: Xýlen, nafta (úr jarðolíu), alífatískt meðalþungt.

GEYMIST ÞAR SEM BÖRN NÁ EKKI TIL.