FLIR K2 Hitamyndavél

Flir K2 er einstaklega harðgerð hitamyndamél, framleidd til að haldast heil við erfið skilyrði. K2 þolir vel 2-metra fall niður á steinsteypta stétt, er ryk-og vatnsheld IP67 og virkar að fullu upp að +260°C í allt að 3 mínútur. 

FLIR K2 gefur upp mældan hita á skjá, sýnir hitalitapallettu og skjámyndin lit þar sem heitustu 20{079c6f89d20d491e5d4d3e08a48ca935933171ff16e65e1ef57057f2ebb0b024} skjásins eru í lit, en lægra hitastig sýnir fólk og útlínur í gráskala. Vélin geymir ekki myndir í minni enda er hún fyrst og fremst framleidd sem leitar-og rattæki fyrir fyrstu viðbragðsaðila sem koma að slysstað.

K2 hefur sjö mismunandi hitamyndaviðmót sem er hægt að stilla eftir notkun í FLIR Tools hugbúnaðinum. Það er auðvelt að skipta um rafhlöður og hlaða, skjárinn er bjartur og hægt að nota hann til að rata eftir og leita í afar reykmettuðum rýmum.

2 ára ábyrgð á rafhlöðum, 5 ára ábyrgð á myndavél og 10 ára ábyrgð á hitaskynjara við skráningu hjá Flir innan 60 daga frá kaupum.

  • 160 x 120 punkta upplausn
  • Stór bjartur 3“ skjár, 320 x 240 punkta.
  • Einn stór takki, einfalt að nota í hönskum
  • Ending á rafhlöðu: 4 tímar.
  • Ræður við allt að 2 metra fall á steinsteypu
  • Vatnsvörn IP67
  • MSX tæknin, færir saman stafræna mynd og hitamynd.
  • Notkunarhitasvið er frá -20°C til +55°C … og upp að +260°C í max 3 mín
  • Mælihitasvið eru forstillt í FLIR Tools fyrir notkun:
    • -20°C til +150°C
    • 0°C til +500°C
  • Hitanæmni er talsvert grófari en í öðrum hitamyndavélum ±4°C, enda er fín næmni afar þýðingarlítil fyrir fyrstu viðbragðsaðila í eldsvoða
  • Stærð: 250x105x90 með rafhlöðu
  • Þyngd: 700 gr.
  • FLIR K2 kemur í tösku með tveimur rafhlöðum, hleðslutæki, spennugjafa og USB kapli

Vefur framleiðanda

Tækniupplýsingar