Þjónusta

Hjá Fálkanum Ísmar hefur ætíð verið lagt mikið upp úr þjónustu við þann búnað sem fyrirtækið selur, hvort heldur er í sölumálum, varahluta eða viðgerðarþjónustu. Fyrirtækið hefur ætíð fjárfest talsvert í mælitækjum og þjálfun starfsmanna, til þess að geta þjónustað þann hátæknibúnað sem fyrirtækið selur og hefur það skilað sér með traustum viðskiptavinum til langs tíma. Fullkomið rafeindaverkstæði er rekið hjá Fálkanum Ísmar og innan fyrirtækisins er samankomin margra ára reynsla starfsmanna, hvers á sínu sviði.