VRS kerfi

ÍSMAR GPS LEIÐRÉTTINGAKERFI  VRS

Við hjá Fálkanum Ísmar höfum sett upp leiðréttingarkerfi á Íslandi sem er kallað VRS kerfi (Virtual Reference System).  Í Byrjun var kerfið byggt upp á 4 stöðvum á Suðvesturhorni landsins en Ísmar hefur reglulega verið að bæta við stökum innhringistöðvum víða um land.

GPS stöðvar þessar senda upplýsingar (um t.d. staðsetningu og tungla stöðu) inn í miðlægan tölvubúnað hjá Ísmar sem reiknar út og heldur utan um hnit og útreikning á grunnlínum. VRS reiknar út skekkjur í sendingum gervihnatta á öllu svæðinu sem GPS stöðvar umlykja með mjög mikilli nákvæmni. VRS kerfi vinnur á GPS tunglum og GNSS tunglum.

Mælingamenn þurfa ekki lengur að stilla upp Base til að vinna út frá, heldur hringja inn í VRS kerfi í gegnum GPRS gátt. Við það sparast mikill tíma við uppsetningu á Base og ferðatíma að og frá Base til vinnusvæðis. Hægt er að mæla með fullri nákvæmni 1-2 cm  allt að 25km út fyrir grunnlínu VRS kerfis.eða frá innhringistöð.  Og innan við 30cm nákvæmni allt að 80km frá stöð (eftir mælitækjum).

Kostir VRS kerfis:

  • Allstaðar sama nákvæmni innan kerfis
  • VRS kerfið vaktar sig sjálft á skekkjum innan kerfis
  • VRS kerfi safnar RINEX upplýsingum til eftir-á-vinnslu (GPS og GNSS)
  • VRS kerfi vinnur líka með GIS – DGPS tækjum til kortagerðar

 

Skilaboð 23.04.25

Við höfum breytt aðgangi að VRS kerfinu hjá okkur í gpsnet.is

Til að sækja gögn til efir leiðréttingar er slóðin  http://gpsnet.is/TrimblePivotWeb/

Ef það eru einhver vandamál endilega verið í sambandi

Eldri IP tölu hefur verið lokað 157.157.224.54

Ip tala á server er gpsnet.is eða 185.221.176.116

Port 2102 gefur út RTCM3,4 sem er endurbætt RTCM3.2

Port 2103 gefur út CMR+ og CMRx   (Trimble tæki)

Her eru svo tengipunktar á porti 2102

Mountpoints

AKUR_RTCM34

SAUD_RTCM34

REYK_RTCM34

BORG_RTCM34

ISAF_RTCM34

EGST_RTCM34

HEID_RTCM34

HOFN_RTCM34

SELF_RTCM34

KEF_RTCM34

SIGL_RTCM34

RHOL_RTCM34

Hella_RTCM34

HAFJ_RTCM34

HUSA_RTCM34

TEYS_RTCM34

GJOG_RTCM34

GUSK_RTCM34

RAUF_RTCM34

MOSO_RTCM34

ALVH_RTCM34

AKRA_RTCM34