Verkstæði
Verkstæði Fálkans Ísmar uppfyllir ströngustu kröfur um fullkomnustu rafeindaverkstæði. Verkstæðið er með viðurkenningu um efsta stig (level 3) sem Trimble gefum verkstæðum sinna umboðsaðila eftir stranga úttekt. Meðal sérbúinna mælitækja má nefna flókinn búnað til að mæla og stilla lasertæki, geislabeini (collimator) sem notaður er til að stilla og mæla alstöðvar, prófunarbúnað fyrir fjarskiptatæki og talstöðvar (communication system analyser), hitaofn til að prófa búnað auk allra annarra hefðbundinna mælitækja. Neistafrítt (anti-static) gólf er á verkstæðinu til að fyrirbyggja skemmdir á viðkvæmum rafeindabúnaði þegar unnið er við hann. Menntun tæknimanna, sem eru vel menntaðir með mikla reynslu, er stöðugt haldið við með símenntun ýmist beint hjá framleiðendum eða yfir netið.