Super-rail Vegrið

Super-rail hefur sérstaka kosti fram yfir venjuleg stál eða steypt vegrið, vegna mikils öryggis, sérstaklega fyrir fólksbifreiðar. Super-rail er oft notað þar sem lítið pláss er. Hægt er að hafa það tvöfalt, en þá er það engu að síður aðeins 880mm breitt. Möguleiki er á að stilla hæð, ef akreinar eru til að mynda misháar. Þetta vegrið er tveggja laga. Það lægra er hannað til þess að draga úr áhrifum árekstra smærri ökutækja og beina þeim á rétta braut aftur. Hærri hlutinn hefur styrk til þess að vernda stærri ökutæki.

 

  • Tveggja laga vegrið þar sem neðri sláin er fyrir minni bíla og efri fyrir stærri bíla
  • Hægt að festa slár beggja vegna
  • Uppfyllir öryggisstaðal H2 og H4b

Vefur framleiðanda

Tækniupplýsingar