Lýsing
Yfirborðsdælustöðvar eru mikil framför í dælingu og losun skólps.
Þegar dælurnar eru settar upp með þessum hætti verður öll umgengni og þjónusta við dælustöðina auðveldari en þegar dælurnar eru staðsettar ofan í brunni. Auk þess sýnir reynslan að þetta fyrirkomulag eykur endingu og afköst dælustöðvanna.
Hér má sjá nokkrar grunnmyndir af dælustöðvum.
Myndirnar sem fylgja eru teknar í dælustöð í Hafnarfirði.
Við uppdælingu að brunndælum er notuð vacumdæla og mótorlokar að og frá til að ná upp vatnsúlu. Skynjarar gefa dælunum merki um að vatnsúlan sé komin og dælurnar fara í gang, Við það opnar þriðji mótorlokinn fyrir lögn sem liggur til baka í brunnin og býr til iðu sem hjálpar til við dælingu og allt verður léttara fyrir dælurnar,
þetta stendur yfir í 10 sek.
Brunninn má staðsetja allt að 16 metrum frá stöðvarhúsi.